laugardagur, 22. september 2007

Smá svona öpdeit

Jæja, það er ljúfur laugardagur, gott veður og svona en við sitjum bara inni að horfa á Mtv spila gamla hittara. Horfðum líka á Tomma og Jenna í morgun sem Íris átti reyndar erfitt með því það fer svo fyrir brjóstið á henni hvað allir eru alltaf vondir við Tomma.
Við kíktum aðeins út á lífið í gær í tilefni þess að Elsa Fanney átti afmæli. Fórum á stað sem heitir Vega og virðist vera bara hinn fínasti staður. Við vorum svo latar í gærkvöldi að við nenntum ekki að fá okkur að borða svo við ákváðum á leiðinni á Vega að stoppa í seven/eleven og fá okkur að borða. Þar sem við erum jú alltaf að æfa okkur í dönskunni pöntuðum við á dönsku. Ótrúlegt en satt skildi hún okkar bjöguðu dönsku og sagði ekki "hvad" eins og allir segja þegar ég reyni að tala dönsku við þá. Svo spurði hún okkur hvort við værum Íslendingar sem við svöruðum náttúrulega játandi. Þá sagði hún "ég elska ykkur" okkur til mikillar ánægju, gleði og undrunar. En þessi gleði stóð stutt yfir því leið og við komum út sagði Elsa okkur að hún hefði verið að segja að við íslendingarnir værum alls staðar. Þvílík vonbrigði. Við sem vorum svo sáttar með að fólk elskaði okkur. Danskan er semsagt ekki aleg komin hjá okkur, en svo er líka bara gaman að halda að e-r ókunnugur elski okkur.
Við héldum svo bara áfram að skemmta okkur fram eftir nóttu.


Vinalegi nágranninn okkar virðist vera komin heim eftir e-a fjarveru og nú með nýja handavinnu. Eldhús borðið hans er nú þakið grænu gervigrasi og hann er stöðugt með gesti að spila e-ð nördaspil. Við höfum ekki jafn gaman af þessu áhugamáli og því síðasta. Hann á reyndar kannski ágætlega sæta vini, sem betur fyrir hann. Annars hefðum við farið að senda honum ýmsan varning í pósti sem hefðu komið gamla áhugamálinu við.

P.s. Myndasíðan okkar er full en um mánðarmótin er von á fullt af nýjum myndum, þannig að bíðið spennt!!!

Keypti hlutur dagsins: Uppþvottahanskar (loooooksins)
Afþreying dagsins: Top 50 MTV Classics (nostalgíanostalgía)

2 ummæli:

arna sagði...

Bahahahah þetta er BEST!! Bæði með seveneleven gelluna og gæjann á móti hahahahaha þvílíkt nörd ahaha :) Komið ykkur nú út í sólina! Annars eigiði ekki skilið að vera þarna! Gott veður og þið inni á meðan við ÞURFUM að vera inni því að annars frjósum við í hel!

Unknown sagði...

Ég hef einnig samúð með Tomma, hvers á hann að gjalda? Eðlisávísunin ein rekur hann áfram í tilraunum sínum til að snæða Jenna. Og síðan hvenær hættu mýs að vera meindýr? Afhverju á ég að halda með meindýri? Meindýri sem er sadisti í þokkabót!