fimmtudagur, 27. september 2007

Ingvar E.

Erum búnar að taka Ingvar E. Sigurðsson maraþon síðustu tvo daga og horfa á þrjár myndir með honum (Englar alheimsins, Foreldrar og Mýrin). Hann kann þetta. Ástæðan er reyndar ekki að við elskum hann svona mikið heldur hefur þetta í rauninni verið hálfgerð tilviljun. Í skólanum hjá okkur settu Hulda og Björk íslenskan kvikmyndaklúbb á laggirnar og hafa nú fengið að sýna tvær myndir. Sódómu og í gær Englana.
Í dag fórum við svo á Europian filmfestival (evrópska kvikmyndahátíð á hinu ylhýra) og afþví okkur langaði svo bæði að sjá Foreldra og Mýrina ákváðum við bara að skella okkur á þær báðar...þó þær væru í röð. Sætin voru hin bestu svo við höfðum ekki yfir neinu að kvarta. Auk þess komu leikstjórarnir og töluðu aðeins um myndirnar sínar og svöruðu spurningum úr sal.
Þeir Ragnar Bragason og Baltasar Kormákur höfðu algjörlega ólíka stíla á öllum sviðum nánast. Ragnar talaði með ótrúlega íslenskum hreim og bar fram R-ið eins og sannur Íslendingur á meðan Balti var aðeins meira smooth og náði að hemja err-ið í framburði en það var eins og öll málfræði hefði fokið út um gluggann. Við líka skemmtum okkur mikið yfir því þegar hann sagði að Mugison (sem sá um tónlistina í Mýrinni) hefði einmitt verið að spila hérna á Hróarskeld í fyrra og að his wives borðuðu sviðakjamma.
Svona smáatriði gefa lífinu lit;)

Leikari dagsins í dag og í gær – Ingvar E. Sigurðsson.

2 ummæli:

arna sagði...

Bíddu sagði hann á Hróaskeld?!!?! eða sagði hann roskilde festival?? Haha það hefði verið best allavega ef hann hefði sagt hróaskeld hahahhaha

Nafnlaus sagði...

haha já arna hann sagði Hróarskeld annars hefði okkur væntanlega ekki fundist þetta merkilegt