laugardagur, 8. september 2007

Fyrsta blogg

Hej
Ákváðum að stofna bara blogg afþví að við erum svo slappar á myndasíðunni og höfum frá svo mörgu að segja.
Slóðin er til heiðurs nágranna okkar en hann hefur okkur til mikillar skemtunar verið iðinni við handavinnuna.

Við vöknuðum frekar ferskar í morgun og nokkuð snemma miðað að það sé helgi. En þar sem við erum alltaf frekar eirðarlausar yfir helgarnar og vitum aldrei hvað við eigum að gera af okkur ákváðum við að kíkja yfir í Christianiu og njóta dagsins þar. Við höfum farið þangað einu sinni áður síðan við komum hingað í ágúst. Þarna er ávallt afslöppuð stemming og þægilegt að vera. Við byrjuðum á því að labba aðeins um en fundum okkur á endanum sæti og virtum fyrir okkur fólkið í kringum okkur. Þarna horfðum við á 17 ára “barn” selja vinum sínum hass (fyndna var að hann var í bol sem á stóð “pussy magnet”. Hot eða hvað?) og túristahópar sem fara í skipulagða göngu með guide og hóparnir sem voru nokkrir, samanstóðu af 50+ ára fólki. Hefði verið aðeins skárra veður hefðum við getað verið þarna í allan dag og horft á mannflóruna sem sat þarna og reykti hass.

Annars ætlum við til Malmö á morgun með nokkrum Íslendingum á tónleika með Jóhanni Jóhannssyni en hann er frændi hennar Eddu sem er með okkur í skólanum.
Danir geta verið vitleysingar og hafa allt lokað á sunnudögum, við erum því að vona að Svíar séu ekki jafnmiklir kjánar en ef allt bregst er Íris búin að finna Ikea búð sem á að vera opin.

Við ætlum að segja þetta gott í bili og horfa á landsleikinn Ísland – Spánn
Kærlig hilsen til allra

Lag dagsins: 23 – Blonde Redhead

4 ummæli:

Ljóni sagði...

Bambi hljómar eins og karlmaður á dönsku.

katrín sagði...

en hvað það er gott að þið hafið það hyggeligt stelpur mínar.
hér mun ég sko fylgjast með ykkur.

Unknown sagði...

Þið þurfið að taka ljósmyndir af nágrannanum í ham...

IKEA að eilífu!

arna sagði...

hahaha já ég styð það líka stelpur þarna með ljósmyndina!! Verst hvað hún verður óskýr... Ógeðslega er ég svo ánægð með ykkur að hafa séð að ykkur og stofnað bloggsíðu :D það er málið sko :) hafið það gott og passið ykkur á innbrotskallinum!!! Ég segi filmu yfir klósettið sko múhahahah