Jæja ákvað að henda inn smá færslu á meðan ég bíð eftir matnum sem Stella er að elda. Við erum að eiga mjög rómantíska kvöldstund saman með jólalög og allann pakkann... Ég er búið að eyða síðustu 5 mínútum í að reyna að kveikja á kertum en ég hef aldrei getað kveikt á kveikjara á ævinni og gafst að lokum upp og sit eftir með sárt enni og sáran þumalputta.
Jólaandinn er að hellast yfir okkur þessa dagana. Í síðustu viku vorum við með smá jólaföndur hérna heima, bökuðum smákökur og höfðum það gott. Í dag skreið ég svo út á Ráðhústorg með tvær mandarínur í nesti og horfði á þegar kveikt var á jólatrénu, er ekki frá því að það hafi bara myndast nokkur tár, maður er svo mikið jólabarn. Næstu helgi kemur svo Kóka Kóla lestin hér í borg og mikill spenningur í fólki... eða kannski bara mér... En jæja maturinn er kominn á borðið svo ég verð að rjúka..
Við erum að vinna í því að setja Parísar, jólaföndurs og landsleiksmyndir á myndasíðuna okkar, látum vita þegar það kemur :)
sunnudagur, 2. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ætlaði einmitt að fara setja hér inn komment um að komin væri tími til að setja inn nýtt blogg.
Ævinni elskan** bara svona fyrir ánægustundir;)
Og já ég kem með að sjá CocaCola lestinni ef ég má...:)
vei vei vei Blogg! :) ég væri frekar mikið til í að fara með þér á kóklestina, en helst hérna á Íslandi bara, mér líkar vel við hana :) Ég er samt búin að gera ráð fyrir því að fara á laugarveginn með þér á Þorláksmessu :)
Takk fyrir ábendinguna Helga ;)
Þú ert að sjálfssögðu velkomin með!
Og já Adda ég ætla ekki að sleppa af þér takinu á Þorláksmessu :D
bara svona til að fullkomna bloggið þá var maturinn bara óvenjugóður hjá okkur stöllum...
við erum ekki sem verstar
Skrifa ummæli