þriðjudagur, 23. október 2007

"Pant ekki blogga næst"...

...var það fyrsta sem Stella sagði við mig þegar ég kom heim.
Þannig að hér fáiði (engann) smá pistil um Íslands-ferð mína en hvað Stella gerði á meðan verður bara leyndó þangað til dömunni hentar að blogga.

Jæja hvar skal byrja, ég átti svo yndisslega-þéttskipulagða daga í faðmi fjölskyldu og vina að maður verður bara háfleygur, HÁFLEYGUR! Ég upplifði svosem enga tónlistalega sigra á Airwaves en asskoti skemmti ég mér vel! Það sem stendur hæst uppúr er án efa partýið í Bláa Lóninu. Ég ætla ekki einusinni að reyna að lísa því hvað þetta var gaman, skoðiði bara þetta myndbrot:


dododoo, þetta er í eina en vonandi ekki síðasta skipti sem að ég sé hálfnakið fólk "crowd surfa".

En það sem stóð uppúr af tónleikum voru Hjaltalín (off- og "on" venue), For a minor reflection, Boys in a band (off-venue, sögðu svo orðrétt sömu brandarana um kvöldið), Grizzly Bear, Thundercats, Bloodgroup, Hairdoctor, Reykjavík!, Of montreal, Bloc Party, Skakkamanage (off-venue-x2) og Coral.

Verðlaunin fyrir undarlegustu samskiptin fara til gæjans sem kom til mín á Bloc Party og spurði mig uppá ensku hvaða dýr ég mundi velja til að stækka eða smækka í stærð hunds. Eftir að hann var búinn að endurtaka spurninguna 4 sinnum afþví að ég skildi engann veginn hvað hann var að meina svaraði ég Dinosaur og hann virtist mjög ánægður með það svar, þar sem hann elti okkur það sem eftir var af tónlekunum. krípí.
Önnur samskiptaverðlaun fara svo til vandræðalegasta myspace-móments míns hingað til en þau verða ekki tíunduð hér þar sem ég er að safna þeim í bók sem ég hyggst gefa út ásamt dónasögum af Hrafnistu.

Á sunnudagskvöldið fór ég svo með móður minni á Hamskiptin eftir Kafka í uppsetningu Vesturports. Ég er hætt að fara í leikhús nema til að sjá barnaleikrit eða Vesturport, þau kunna þetta! Ég get óhikað mælt með þessu leikriti fyrir alla, það er mikil veisla fyrir augað og leyfi mér að ganga svo langt að segja að Gísli Örn vinni leiksigur, já leiksigur segi ég!

Lag ferðarinnar: Dancing Behind My Eyelids - Múm

P.s. Var að elda pasta sem við keyptum sama dag og við fluttum inn (hehemm), ég kýs að kalla réttinn "Multipastameðnóguasskotimiklumosti3000", maður á þetta til ;)

7 ummæli:

katrín sagði...

ó mæ lordí, já krípí gaur! en samt alveg kúl að gaur úr bloc party hafi elt ykkur. það er alveg góð saga.

arna sagði...

Djöfull er ég ánægð með þig Íris! Þú átt að blogga meira skal ég segja þér! Fjandi gaman að lesa þetta:D

p.s.hahahahha gaurinn var ekki úr block party katrín mín ;) áááá block party ;)

katrín sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
katrín sagði...

ó.. (*roðn*)

djöfull get ég verið mikil ljóska.. ég sé þetta allt í skíru ljósi núna.

Adda Kristín sagði...

Arna!! Bloc Party, ekki Block Party! Hafa svona staðreyndir á hreinu! Jimundur!
Og Íris þetta var fallegasta kveðjustund sem ég hef átt *snökkt* ég fór samt ekki að gráta núna eins og síðast ;)
Svo er ég bara að rúnka mér yfir Solid Gold, ég fæ bara ekki nóg af þessum piltum!! USSS!
Hlakka til að sjá þig næst á MSN og fokk hvað ég er að standa við comment-samninginn okkar!

arna sagði...

hahahah okei eins og löngum hefur verið vitað söökka ég í ensku :D takk adda fyrir að segja mér :) En já ohh ég missti víst af kveðjustund :( buhu sorry aftur og aftur... oo ég hlakka svo tiiiil að sjá þiiiig og stellu :) p.s. danska krónan hækkaði í dag... passið ykkur stelpur ;)

Nafnlaus sagði...

mmmm....gísli örn