fimmtudagur, 4. október 2007

Jæja tími á (engar) smá fréttir!

Vorum að skríða heim eftir 13 klukkustunda skóladag, allir á fullu að klára verkefnin sín því að skólinn er víst frekar stórt númer á Menningarnótt hérna 12.október. Þá verður opið hús, tónleikar, dans, leikrit, kór og verkefnin okkar til sýnis. Við erum búnar að eyða síðustu tveim fimmtudögum í að framkalla. Það hefur verið frekar glatt á hjalla þar sem íslendingar virðast eiga það sameiginlegt að vera alltaf á síðustu stundu. Ég er svo slæmur bloggari að ég er að hugsa um að leyfa ykkur bara að skyggnast inní týpískan skóladag hjá mér:

Ég byrjaði daginn á því að steinsofa yfir sirka 3 arkítekta myndir. Svo fórum við að skoða frábæra sýningu um uppbyggingu Kaupmannahafnar, þar var einnig að finna mest djúsí bókabúð sem ég hef komið í, þar sem var bara að finna arkítekta- og hönnurnarbækur. Mæli með henni fyrir öll nörd. Þar tókst mér að skutla mér þvert yfir kort af Kaupmannahöfn þegar ég var beðin um að benda á hvar ég ætti heima. Svo röltum við til baka og stoppuðum öðru hvoru til að góna upp hinar og þessar byggingar (ég er orðin mjög liðug í hálsinum eftir þenann kúrs). Í hádegishléinu átti ég svo eitt af fjölmörgum samtölum við umsjónakennarann minn sem ég hef ekki hugmynd um útá hvað gekk. Mér er lífsins ómögulegt að skilja manninn, ég segi alltaf bara já þangað til hann verður skrítinn á svipinn þá fer ég að segja nei... Eftir hádegi var svo komið að því að velja fög fyrir næsta period, ég valdi: Digital ljósmyndun, Filmmusik, Multimedia (búa til teiknimyndir og allskonar), Kór (haha) og Köbenhavn (sem gengur einmitt útá að rölta um og góna upp bygginar, uppáhaldið mitt). Eftir skóla fórum við svo að framkalla, sem gékk stórslysalaust fyrir sig fyrir utan smá káf í myrkraherberginu. Stella var að reyna að rétta mér skæri og ég greip bara um brjóstið á henni, dúllur.

Já þar hafiði það, annars er það í STÓR fréttum að ég er að koma heim á Airwaves 16.okt. Gat bara ekki hugsað mér að sleppa þessu. En lélegasti bloggari heims ætlar að kveðja í bili og hér er smá myndband af umsjónakennaranum mínum óskiljanlega:



Kveðja Íris Sif

Lag dagsins: Lullaby - The Cure

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

12 tíma skóladagur er ekkert lítið!!
Og vá ég vissi ekki að þessi gæi væri umsjónarkennarinn þinn, ég sá hann og hann var að reyna að tala við mig og ég skildi ekkert af þvi sem hann sagði!
Ég hlakka svo til að fá þig heim, og fá að vera á Airwaves með þér. Ég er samt að vinna á miðvikudagskvöldinu, en það verður bara að hafa það :)
Knús til þín sæta :)

arna sagði...

hhahahaha en já æðislegt að heyra hvernig dagurinn þinn er!! :D ohh ég hlakka svo mest til að fara á airwaves með þér og öglum hinum :) við hjördís vorum einmitt að koma heim af upphitunartónleikum á nasa fyrir airwaves og núna er ég enn spenntari :D:D júhú :) en já... íris passaðu þig að sofa ekki svona mikið í skólanum! þú gætir verið að missa af einhverju ótrúúúlega spennandi og skemmtilegu ;) hevanæsvík!

Nafnlaus sagði...

ó björn, gotta luv him! nje eða ekki..! Hey beibs sátt með nýtt blogg!:)

-Hildur

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHA ertu ekki að grínast..djöfulsins snilld, held að ég sé þarna 4 í röðinni í þessu ropi ekkert verið að setja mig á repeat;)

Helga