Annars fer ansi mikið að styttast í annann endann á þessu Danmerkur ævintýri okkar, við erum frekar leiðar yfir því en hlökkum aðsjálfsögðu líka til að koma heim. Það eru nokkrir hlutir sem að ég mun koma til með að sakna sárt við þetta áhyggjulausa líf hér, t.d. að vera bíllaus, það er ótrúlega þægilegt að labba bara allt eða stelast í lestina fyrir lengri ferðir. Svo eru aðrir hlutir sem við munum ekki sakna, t.d. að komast ekki inn til okkar afþví að það eru gaurar að sprauta sig á tröppunum hjá okkur. Annars eru þeir yfirleitt mjög kurteisir og eiga það til að daðra svolítið en við höfum ekki enn slegið til og boðið þeim upp, skil ekkert í okkur einsog þetta eru freistandi tilboð.
Framundan hjá okkur er svo bara áframhaldandi húllumhæ, engin próf hér á bæ! 15.Des verður kveðjukvöldverður hjá íslendingunum sem við erum búnar að kynnast hérna, hann mun fara fram á áströlskum veitingastað og ég er eiginlega meira stressuð en spennt, hef það ekki alveg í mér að borða Skippý. Daginn eftir er ég svo víst að verða 20 ára (finnst ég samt bara vera 10) og þá ætla allir í jólatívólí!! Það verður gott að innsigla 20 árin með góðu gubbi en ég virðist hafa erft sjóveikina úr föðurætt og hætti mér ekki lengur á vegasalt.

Vona að allir hafi það gott
Íris Sif