Í fréttum er þetta helst að við erum búnar að þróa hina fullkomnu uppvöskunar-aðferð!
Stellu misbauð gjörsamlega hvernig ég vaska upp og það fór fyrir brjóstið á mér að sjá hana vaska upp. Þannig að við ákváðum að mixa aðferðirnar okkar saman. Við erum svo þroskaðar og duglegar að koma til móts við þarfir hvor annarrar enda gengur sambúðin einsog í sögu.
Ég er greinilega ekki ennþá búin að læra að vera á varðbergi gagnvart íslendingum hérna í Kaupmannahöfn. Ég var vægast sagt stórorð um ágæti ungs manns á kaffihúsi um helgina, sagði hluti einsog "Vá hvað þetta er heitur pabbi" og "Eruði að grínast hvað hann er sætur, hann var það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði og ég hélt að mig væri ennþá að dreyma" (ég dottaði aðeins á kaffihúsinu)... Svo hringir síminn hjá kauða og hann svarar á íslensku!! Ég reyni að hugga mig við það að ég var allavegana langtlangt frá því að vera að segja eitthvað ljótt.
Við Hulda skólafélagi skelltum okkur í messu áðan. Við fórum nefninlega og skoðuðum Vor Frue Kirke með hinum frábæra Kaupamannahafnaráfanga á föstudaginn og kolféllum fyrir fegurð kirkjunnar og þá sérstaklega risavöxnu orgelinu. Messan var alveg ágæt, presturinn var frekar auðskyljanlegur og svo í endann fengum við sko aldeilis eitthvað fyrir okkar snúð. Þar sem við sátum algjörlega afslappaðar og andinn sveif yfir ..uu..gólfum... þá dúndraði orgelleikarinn mjög skyndilega á orgelið og missti sig í einhverju hryllingsmyndaglamri, sem að var geðveikt!
Fann þessa mynd á netinu en hún var tekin þegar verið var að minnast brunans mikla í Kaupmannahöfn.... flottflott
Íris kveður í bili :)
sunnudagur, 28. október 2007
fimmtudagur, 25. október 2007
Smá viðbót..
..við síðasta blogg...
Fann þetta líka frábæra vídjó:
Kannast einhver við sjúklega hressu gellurnar í vinstra horninu hahaha
Fann þetta líka frábæra vídjó:
Kannast einhver við sjúklega hressu gellurnar í vinstra horninu hahaha
þriðjudagur, 23. október 2007
"Pant ekki blogga næst"...
...var það fyrsta sem Stella sagði við mig þegar ég kom heim.
Þannig að hér fáiði (engann) smá pistil um Íslands-ferð mína en hvað Stella gerði á meðan verður bara leyndó þangað til dömunni hentar að blogga.
Jæja hvar skal byrja, ég átti svo yndisslega-þéttskipulagða daga í faðmi fjölskyldu og vina að maður verður bara háfleygur, HÁFLEYGUR! Ég upplifði svosem enga tónlistalega sigra á Airwaves en asskoti skemmti ég mér vel! Það sem stendur hæst uppúr er án efa partýið í Bláa Lóninu. Ég ætla ekki einusinni að reyna að lísa því hvað þetta var gaman, skoðiði bara þetta myndbrot:
dododoo, þetta er í eina en vonandi ekki síðasta skipti sem að ég sé hálfnakið fólk "crowd surfa".
En það sem stóð uppúr af tónleikum voru Hjaltalín (off- og "on" venue), For a minor reflection, Boys in a band (off-venue, sögðu svo orðrétt sömu brandarana um kvöldið), Grizzly Bear, Thundercats, Bloodgroup, Hairdoctor, Reykjavík!, Of montreal, Bloc Party, Skakkamanage (off-venue-x2) og Coral.
Verðlaunin fyrir undarlegustu samskiptin fara til gæjans sem kom til mín á Bloc Party og spurði mig uppá ensku hvaða dýr ég mundi velja til að stækka eða smækka í stærð hunds. Eftir að hann var búinn að endurtaka spurninguna 4 sinnum afþví að ég skildi engann veginn hvað hann var að meina svaraði ég Dinosaur og hann virtist mjög ánægður með það svar, þar sem hann elti okkur það sem eftir var af tónlekunum. krípí.
Önnur samskiptaverðlaun fara svo til vandræðalegasta myspace-móments míns hingað til en þau verða ekki tíunduð hér þar sem ég er að safna þeim í bók sem ég hyggst gefa út ásamt dónasögum af Hrafnistu.
Á sunnudagskvöldið fór ég svo með móður minni á Hamskiptin eftir Kafka í uppsetningu Vesturports. Ég er hætt að fara í leikhús nema til að sjá barnaleikrit eða Vesturport, þau kunna þetta! Ég get óhikað mælt með þessu leikriti fyrir alla, það er mikil veisla fyrir augað og leyfi mér að ganga svo langt að segja að Gísli Örn vinni leiksigur, já leiksigur segi ég!
Lag ferðarinnar: Dancing Behind My Eyelids - Múm
P.s. Var að elda pasta sem við keyptum sama dag og við fluttum inn (hehemm), ég kýs að kalla réttinn "Multipastameðnóguasskotimiklumosti3000", maður á þetta til ;)
Þannig að hér fáiði (engann) smá pistil um Íslands-ferð mína en hvað Stella gerði á meðan verður bara leyndó þangað til dömunni hentar að blogga.
Jæja hvar skal byrja, ég átti svo yndisslega-þéttskipulagða daga í faðmi fjölskyldu og vina að maður verður bara háfleygur, HÁFLEYGUR! Ég upplifði svosem enga tónlistalega sigra á Airwaves en asskoti skemmti ég mér vel! Það sem stendur hæst uppúr er án efa partýið í Bláa Lóninu. Ég ætla ekki einusinni að reyna að lísa því hvað þetta var gaman, skoðiði bara þetta myndbrot:
dododoo, þetta er í eina en vonandi ekki síðasta skipti sem að ég sé hálfnakið fólk "crowd surfa".
En það sem stóð uppúr af tónleikum voru Hjaltalín (off- og "on" venue), For a minor reflection, Boys in a band (off-venue, sögðu svo orðrétt sömu brandarana um kvöldið), Grizzly Bear, Thundercats, Bloodgroup, Hairdoctor, Reykjavík!, Of montreal, Bloc Party, Skakkamanage (off-venue-x2) og Coral.
Verðlaunin fyrir undarlegustu samskiptin fara til gæjans sem kom til mín á Bloc Party og spurði mig uppá ensku hvaða dýr ég mundi velja til að stækka eða smækka í stærð hunds. Eftir að hann var búinn að endurtaka spurninguna 4 sinnum afþví að ég skildi engann veginn hvað hann var að meina svaraði ég Dinosaur og hann virtist mjög ánægður með það svar, þar sem hann elti okkur það sem eftir var af tónlekunum. krípí.
Önnur samskiptaverðlaun fara svo til vandræðalegasta myspace-móments míns hingað til en þau verða ekki tíunduð hér þar sem ég er að safna þeim í bók sem ég hyggst gefa út ásamt dónasögum af Hrafnistu.
Á sunnudagskvöldið fór ég svo með móður minni á Hamskiptin eftir Kafka í uppsetningu Vesturports. Ég er hætt að fara í leikhús nema til að sjá barnaleikrit eða Vesturport, þau kunna þetta! Ég get óhikað mælt með þessu leikriti fyrir alla, það er mikil veisla fyrir augað og leyfi mér að ganga svo langt að segja að Gísli Örn vinni leiksigur, já leiksigur segi ég!
Lag ferðarinnar: Dancing Behind My Eyelids - Múm
P.s. Var að elda pasta sem við keyptum sama dag og við fluttum inn (hehemm), ég kýs að kalla réttinn "Multipastameðnóguasskotimiklumosti3000", maður á þetta til ;)
laugardagur, 13. október 2007
Hvernig skilja á eftir sig skilaboð
Við höfum eitthvað heyrt af því að einhverjir hafi lent í ógöngum þegar kemur að því að skilja eftir skilboð.
Okkur grunar að vandamálið sé fólgið í því að merkja verður við "Other" eða "anonymous" fyrir neðan rammann sem skilaboðin eru skrifuð í, áður en valið er að byrta skilaboðin. Á myndinni hér fyrir neðan hefur t.d. verið merkt við "anonymous":
Vonum að þetta komi að einhverju gagni!
Annars erum við gjörsamlega búnar á því eftir keyrslu síðustu daga. Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur fóru í undirbúning Menningarnætur sem var á föstudagskvöldið. Einsog allir vita segja myndir meira en milljón orð þannig að við bjóðum ykkur velkomin á myndasíðuna okkar: www.fotki.com/islpiger
-Þar getiði séð myndir frá undirbúningnum sem og kvöldinu sjálfu
Okkur grunar að vandamálið sé fólgið í því að merkja verður við "Other" eða "anonymous" fyrir neðan rammann sem skilaboðin eru skrifuð í, áður en valið er að byrta skilaboðin. Á myndinni hér fyrir neðan hefur t.d. verið merkt við "anonymous":
Vonum að þetta komi að einhverju gagni!
Annars erum við gjörsamlega búnar á því eftir keyrslu síðustu daga. Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur fóru í undirbúning Menningarnætur sem var á föstudagskvöldið. Einsog allir vita segja myndir meira en milljón orð þannig að við bjóðum ykkur velkomin á myndasíðuna okkar: www.fotki.com/islpiger
-Þar getiði séð myndir frá undirbúningnum sem og kvöldinu sjálfu
þriðjudagur, 9. október 2007
Borups Højskole
Sælir hálsar
Ég fann þetta líka rosalega dramatíska kynningarmyndband fyrir skólann okkar.
Þarna getiði séð hann að innan og utan og flesta kennarana í "aksjón" sem og einn íslending að kasta sér yfir borð.
Hvet ykkur líka til að ímynda ykkur Stellu í dansatriðunum...
Og þetta eru engar ýkjur, hér eru allir gullfallegir, alltaf að knúsast og sólin skín látlaust.
Ég fann þetta líka rosalega dramatíska kynningarmyndband fyrir skólann okkar.
Þarna getiði séð hann að innan og utan og flesta kennarana í "aksjón" sem og einn íslending að kasta sér yfir borð.
Hvet ykkur líka til að ímynda ykkur Stellu í dansatriðunum...
Og þetta eru engar ýkjur, hér eru allir gullfallegir, alltaf að knúsast og sólin skín látlaust.
fimmtudagur, 4. október 2007
Jæja tími á (engar) smá fréttir!
Vorum að skríða heim eftir 13 klukkustunda skóladag, allir á fullu að klára verkefnin sín því að skólinn er víst frekar stórt númer á Menningarnótt hérna 12.október. Þá verður opið hús, tónleikar, dans, leikrit, kór og verkefnin okkar til sýnis. Við erum búnar að eyða síðustu tveim fimmtudögum í að framkalla. Það hefur verið frekar glatt á hjalla þar sem íslendingar virðast eiga það sameiginlegt að vera alltaf á síðustu stundu. Ég er svo slæmur bloggari að ég er að hugsa um að leyfa ykkur bara að skyggnast inní týpískan skóladag hjá mér:
Ég byrjaði daginn á því að steinsofa yfir sirka 3 arkítekta myndir. Svo fórum við að skoða frábæra sýningu um uppbyggingu Kaupmannahafnar, þar var einnig að finna mest djúsí bókabúð sem ég hef komið í, þar sem var bara að finna arkítekta- og hönnurnarbækur. Mæli með henni fyrir öll nörd. Þar tókst mér að skutla mér þvert yfir kort af Kaupmannahöfn þegar ég var beðin um að benda á hvar ég ætti heima. Svo röltum við til baka og stoppuðum öðru hvoru til að góna upp hinar og þessar byggingar (ég er orðin mjög liðug í hálsinum eftir þenann kúrs). Í hádegishléinu átti ég svo eitt af fjölmörgum samtölum við umsjónakennarann minn sem ég hef ekki hugmynd um útá hvað gekk. Mér er lífsins ómögulegt að skilja manninn, ég segi alltaf bara já þangað til hann verður skrítinn á svipinn þá fer ég að segja nei... Eftir hádegi var svo komið að því að velja fög fyrir næsta period, ég valdi: Digital ljósmyndun, Filmmusik, Multimedia (búa til teiknimyndir og allskonar), Kór (haha) og Köbenhavn (sem gengur einmitt útá að rölta um og góna upp bygginar, uppáhaldið mitt). Eftir skóla fórum við svo að framkalla, sem gékk stórslysalaust fyrir sig fyrir utan smá káf í myrkraherberginu. Stella var að reyna að rétta mér skæri og ég greip bara um brjóstið á henni, dúllur.
Já þar hafiði það, annars er það í STÓR fréttum að ég er að koma heim á Airwaves 16.okt. Gat bara ekki hugsað mér að sleppa þessu. En lélegasti bloggari heims ætlar að kveðja í bili og hér er smá myndband af umsjónakennaranum mínum óskiljanlega:
Kveðja Íris Sif
Lag dagsins: Lullaby - The Cure
Ég byrjaði daginn á því að steinsofa yfir sirka 3 arkítekta myndir. Svo fórum við að skoða frábæra sýningu um uppbyggingu Kaupmannahafnar, þar var einnig að finna mest djúsí bókabúð sem ég hef komið í, þar sem var bara að finna arkítekta- og hönnurnarbækur. Mæli með henni fyrir öll nörd. Þar tókst mér að skutla mér þvert yfir kort af Kaupmannahöfn þegar ég var beðin um að benda á hvar ég ætti heima. Svo röltum við til baka og stoppuðum öðru hvoru til að góna upp hinar og þessar byggingar (ég er orðin mjög liðug í hálsinum eftir þenann kúrs). Í hádegishléinu átti ég svo eitt af fjölmörgum samtölum við umsjónakennarann minn sem ég hef ekki hugmynd um útá hvað gekk. Mér er lífsins ómögulegt að skilja manninn, ég segi alltaf bara já þangað til hann verður skrítinn á svipinn þá fer ég að segja nei... Eftir hádegi var svo komið að því að velja fög fyrir næsta period, ég valdi: Digital ljósmyndun, Filmmusik, Multimedia (búa til teiknimyndir og allskonar), Kór (haha) og Köbenhavn (sem gengur einmitt útá að rölta um og góna upp bygginar, uppáhaldið mitt). Eftir skóla fórum við svo að framkalla, sem gékk stórslysalaust fyrir sig fyrir utan smá káf í myrkraherberginu. Stella var að reyna að rétta mér skæri og ég greip bara um brjóstið á henni, dúllur.
Já þar hafiði það, annars er það í STÓR fréttum að ég er að koma heim á Airwaves 16.okt. Gat bara ekki hugsað mér að sleppa þessu. En lélegasti bloggari heims ætlar að kveðja í bili og hér er smá myndband af umsjónakennaranum mínum óskiljanlega:
Kveðja Íris Sif
Lag dagsins: Lullaby - The Cure
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)