Stellu misbauð gjörsamlega hvernig ég vaska upp og það fór fyrir brjóstið á mér að sjá hana vaska upp. Þannig að við ákváðum að mixa aðferðirnar okkar saman. Við erum svo þroskaðar og duglegar að koma til móts við þarfir hvor annarrar enda gengur sambúðin einsog í sögu.
Ég er greinilega ekki ennþá búin að læra að vera á varðbergi gagnvart íslendingum hérna í Kaupmannahöfn. Ég var vægast sagt stórorð um ágæti ungs manns á kaffihúsi um helgina, sagði hluti einsog "Vá hvað þetta er heitur pabbi" og "Eruði að grínast hvað hann er sætur, hann var það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði og ég hélt að mig væri ennþá að dreyma" (ég dottaði aðeins á kaffihúsinu)... Svo hringir síminn hjá kauða og hann svarar á íslensku!! Ég reyni að hugga mig við það að ég var allavegana langtlangt frá því að vera að segja eitthvað ljótt.
Við Hulda skólafélagi skelltum okkur í messu áðan. Við fórum nefninlega og skoðuðum Vor Frue Kirke með hinum frábæra Kaupamannahafnaráfanga á föstudaginn og kolféllum fyrir fegurð kirkjunnar og þá sérstaklega risavöxnu orgelinu. Messan var alveg ágæt, presturinn var frekar auðskyljanlegur og svo í endann fengum við sko aldeilis eitthvað fyrir okkar snúð. Þar sem við sátum algjörlega afslappaðar og andinn sveif yfir ..uu..gólfum... þá dúndraði orgelleikarinn mjög skyndilega á orgelið og missti sig í einhverju hryllingsmyndaglamri, sem að var geðveikt!

Fann þessa mynd á netinu en hún var tekin þegar verið var að minnast brunans mikla í Kaupmannahöfn.... flottflott
Íris kveður í bili :)