miðvikudagur, 12. desember 2007

Okey

Við erum búnar að þjást af netleysi undanfarna daga. Netið okkar gaf bara upp öndina og við skiljum hvorki upp né niður. Erum búnar að skríða um alla íbúð í leit af interneti hjá saklausum nágranna og loksins fundum við eitt og það er akkurat semí ofaní eldhúsvaskinum. Þannig að ég er í mjög notalegri stellingu akkurat núna með eldhúskranan í andlitinu!
Annars fer ansi mikið að styttast í annann endann á þessu Danmerkur ævintýri okkar, við erum frekar leiðar yfir því en hlökkum aðsjálfsögðu líka til að koma heim. Það eru nokkrir hlutir sem að ég mun koma til með að sakna sárt við þetta áhyggjulausa líf hér, t.d. að vera bíllaus, það er ótrúlega þægilegt að labba bara allt eða stelast í lestina fyrir lengri ferðir. Svo eru aðrir hlutir sem við munum ekki sakna, t.d. að komast ekki inn til okkar afþví að það eru gaurar að sprauta sig á tröppunum hjá okkur. Annars eru þeir yfirleitt mjög kurteisir og eiga það til að daðra svolítið en við höfum ekki enn slegið til og boðið þeim upp, skil ekkert í okkur einsog þetta eru freistandi tilboð.

Framundan hjá okkur er svo bara áframhaldandi húllumhæ, engin próf hér á bæ! 15.Des verður kveðjukvöldverður hjá íslendingunum sem við erum búnar að kynnast hérna, hann mun fara fram á áströlskum veitingastað og ég er eiginlega meira stressuð en spennt, hef það ekki alveg í mér að borða Skippý. Daginn eftir er ég svo víst að verða 20 ára (finnst ég samt bara vera 10) og þá ætla allir í jólatívólí!! Það verður gott að innsigla 20 árin með góðu gubbi en ég virðist hafa erft sjóveikina úr föðurætt og hætti mér ekki lengur á vegasalt.



Vona að allir hafi það gott
Íris Sif

mánudagur, 3. desember 2007

Biðin er á enda!!

Nýju myndirnar eru komnar á myndasíðuna okkar, undir möppunum "París" og "Jólaföndur/Landsleikur/Spleen tónleikar".
Og nú bjóðum við uppá þá nýjung að skrifa skilaboð við myndirnar en það er gert með því að smella á "add your comment" fyrir neðan hverja mynd fyrir sig. Um að gera að nýta sér þetta!

sunnudagur, 2. desember 2007

Jóla Jóla Jóla

Jæja ákvað að henda inn smá færslu á meðan ég bíð eftir matnum sem Stella er að elda. Við erum að eiga mjög rómantíska kvöldstund saman með jólalög og allann pakkann... Ég er búið að eyða síðustu 5 mínútum í að reyna að kveikja á kertum en ég hef aldrei getað kveikt á kveikjara á ævinni og gafst að lokum upp og sit eftir með sárt enni og sáran þumalputta.
Jólaandinn er að hellast yfir okkur þessa dagana. Í síðustu viku vorum við með smá jólaföndur hérna heima, bökuðum smákökur og höfðum það gott. Í dag skreið ég svo út á Ráðhústorg með tvær mandarínur í nesti og horfði á þegar kveikt var á jólatrénu, er ekki frá því að það hafi bara myndast nokkur tár, maður er svo mikið jólabarn. Næstu helgi kemur svo Kóka Kóla lestin hér í borg og mikill spenningur í fólki... eða kannski bara mér... En jæja maturinn er kominn á borðið svo ég verð að rjúka..
Við erum að vinna í því að setja Parísar, jólaföndurs og landsleiksmyndir á myndasíðuna okkar, látum vita þegar það kemur :)