Það er ansi fámennt í skólanum í dag vegna þess að í gær gekk Daninn ad kjørkassanum. Hvort það er svona fámennt vegna mikils húllumhæs í gær eða vegna þess ad fólk hafi drekkt ser i kanalnum veit ég ekki enda botna ég hvorki upp né niður í danskri pólitík. Þó høfum við þurft að sitja undir nokkrum pólitískum fyrirlestrum undanfarið hér í skólanum sem er frekar fáránlegt þar sem stærsti hluti skólans hefur ekki kosningarétt í Danmørku og hefur mjøg takmarkaðan pólitískan orðaforða.
Kostningabaráttan hefur ekki farið framhjá okkur, aðallega vegna þess hversu svakalega misheppnuð hún er! Hér hanga hálfniðurringd og útkrotuð pappaskilti útum allann bæ. Fyrst hélt ég að það væri eitthvað átak gegn mannsali í gangi því eimdarsvipurinn a frambjóðendum er þvílíkur. Þetta er mjøg hlæilegt miða við glansauglýsingarnar heima, ekki það að ég sé hrifin af því hversu fáránlega háum fjárhæðum er eytt í auglýsingar heima. Hér er náð til fólks með auglýsingum útá gøtu en heima fer fúlgan í að ná til þjóðarinnar fyrir framan sjónvarpið og í bílunum sínum.
En nóg um það...
Arna og Snæfríður kíktu aðeins á okkur um helgina sem var rigtig sjovt! Arna var dugleg að taka video og hér eru tvø nokkurveginn byrtingarhæf:
Fløskustútur á Cafe Norden:
Ég og Arna í hjólataxa:
miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)