fimmtudagur, 27. september 2007

Ingvar E.

Erum búnar að taka Ingvar E. Sigurðsson maraþon síðustu tvo daga og horfa á þrjár myndir með honum (Englar alheimsins, Foreldrar og Mýrin). Hann kann þetta. Ástæðan er reyndar ekki að við elskum hann svona mikið heldur hefur þetta í rauninni verið hálfgerð tilviljun. Í skólanum hjá okkur settu Hulda og Björk íslenskan kvikmyndaklúbb á laggirnar og hafa nú fengið að sýna tvær myndir. Sódómu og í gær Englana.
Í dag fórum við svo á Europian filmfestival (evrópska kvikmyndahátíð á hinu ylhýra) og afþví okkur langaði svo bæði að sjá Foreldra og Mýrina ákváðum við bara að skella okkur á þær báðar...þó þær væru í röð. Sætin voru hin bestu svo við höfðum ekki yfir neinu að kvarta. Auk þess komu leikstjórarnir og töluðu aðeins um myndirnar sínar og svöruðu spurningum úr sal.
Þeir Ragnar Bragason og Baltasar Kormákur höfðu algjörlega ólíka stíla á öllum sviðum nánast. Ragnar talaði með ótrúlega íslenskum hreim og bar fram R-ið eins og sannur Íslendingur á meðan Balti var aðeins meira smooth og náði að hemja err-ið í framburði en það var eins og öll málfræði hefði fokið út um gluggann. Við líka skemmtum okkur mikið yfir því þegar hann sagði að Mugison (sem sá um tónlistina í Mýrinni) hefði einmitt verið að spila hérna á Hróarskeld í fyrra og að his wives borðuðu sviðakjamma.
Svona smáatriði gefa lífinu lit;)

Leikari dagsins í dag og í gær – Ingvar E. Sigurðsson.

laugardagur, 22. september 2007

Smá svona öpdeit

Jæja, það er ljúfur laugardagur, gott veður og svona en við sitjum bara inni að horfa á Mtv spila gamla hittara. Horfðum líka á Tomma og Jenna í morgun sem Íris átti reyndar erfitt með því það fer svo fyrir brjóstið á henni hvað allir eru alltaf vondir við Tomma.
Við kíktum aðeins út á lífið í gær í tilefni þess að Elsa Fanney átti afmæli. Fórum á stað sem heitir Vega og virðist vera bara hinn fínasti staður. Við vorum svo latar í gærkvöldi að við nenntum ekki að fá okkur að borða svo við ákváðum á leiðinni á Vega að stoppa í seven/eleven og fá okkur að borða. Þar sem við erum jú alltaf að æfa okkur í dönskunni pöntuðum við á dönsku. Ótrúlegt en satt skildi hún okkar bjöguðu dönsku og sagði ekki "hvad" eins og allir segja þegar ég reyni að tala dönsku við þá. Svo spurði hún okkur hvort við værum Íslendingar sem við svöruðum náttúrulega játandi. Þá sagði hún "ég elska ykkur" okkur til mikillar ánægju, gleði og undrunar. En þessi gleði stóð stutt yfir því leið og við komum út sagði Elsa okkur að hún hefði verið að segja að við íslendingarnir værum alls staðar. Þvílík vonbrigði. Við sem vorum svo sáttar með að fólk elskaði okkur. Danskan er semsagt ekki aleg komin hjá okkur, en svo er líka bara gaman að halda að e-r ókunnugur elski okkur.
Við héldum svo bara áfram að skemmta okkur fram eftir nóttu.


Vinalegi nágranninn okkar virðist vera komin heim eftir e-a fjarveru og nú með nýja handavinnu. Eldhús borðið hans er nú þakið grænu gervigrasi og hann er stöðugt með gesti að spila e-ð nördaspil. Við höfum ekki jafn gaman af þessu áhugamáli og því síðasta. Hann á reyndar kannski ágætlega sæta vini, sem betur fyrir hann. Annars hefðum við farið að senda honum ýmsan varning í pósti sem hefðu komið gamla áhugamálinu við.

P.s. Myndasíðan okkar er full en um mánðarmótin er von á fullt af nýjum myndum, þannig að bíðið spennt!!!

Keypti hlutur dagsins: Uppþvottahanskar (loooooksins)
Afþreying dagsins: Top 50 MTV Classics (nostalgíanostalgía)

fimmtudagur, 13. september 2007

Stella söngfugl

Ég vildi óska að ég væri með einhverja maskínu hérna til að taka upp video.
Kórinn í skólanum hefur umturnað Stellu, hún syngur stöðugt 24/7 og það stöðvar hana ekkert þó hún kunni ekki textann.
Rétt í þessu glumdi um alla blokkina ".... ..... *muldurmuldur*..... I USED TO DANCE WITH MY DADDY OOOHHH"

Og nú er hún farin að syngja á dönsku ...hjálp!

mánudagur, 10. september 2007

Malmö bay

Fyrir 146 dkk og 40 mínútna lestarferð vorum við komnar í annað land sem innihélt engar almennilega súkkulaðikökur en mun sætari stráka en Danmörk.
Myndir komnar á myndasíðuna okkar:)

www.fotki.com/islpiger

laugardagur, 8. september 2007

Fyrsta blogg

Hej
Ákváðum að stofna bara blogg afþví að við erum svo slappar á myndasíðunni og höfum frá svo mörgu að segja.
Slóðin er til heiðurs nágranna okkar en hann hefur okkur til mikillar skemtunar verið iðinni við handavinnuna.

Við vöknuðum frekar ferskar í morgun og nokkuð snemma miðað að það sé helgi. En þar sem við erum alltaf frekar eirðarlausar yfir helgarnar og vitum aldrei hvað við eigum að gera af okkur ákváðum við að kíkja yfir í Christianiu og njóta dagsins þar. Við höfum farið þangað einu sinni áður síðan við komum hingað í ágúst. Þarna er ávallt afslöppuð stemming og þægilegt að vera. Við byrjuðum á því að labba aðeins um en fundum okkur á endanum sæti og virtum fyrir okkur fólkið í kringum okkur. Þarna horfðum við á 17 ára “barn” selja vinum sínum hass (fyndna var að hann var í bol sem á stóð “pussy magnet”. Hot eða hvað?) og túristahópar sem fara í skipulagða göngu með guide og hóparnir sem voru nokkrir, samanstóðu af 50+ ára fólki. Hefði verið aðeins skárra veður hefðum við getað verið þarna í allan dag og horft á mannflóruna sem sat þarna og reykti hass.

Annars ætlum við til Malmö á morgun með nokkrum Íslendingum á tónleika með Jóhanni Jóhannssyni en hann er frændi hennar Eddu sem er með okkur í skólanum.
Danir geta verið vitleysingar og hafa allt lokað á sunnudögum, við erum því að vona að Svíar séu ekki jafnmiklir kjánar en ef allt bregst er Íris búin að finna Ikea búð sem á að vera opin.

Við ætlum að segja þetta gott í bili og horfa á landsleikinn Ísland – Spánn
Kærlig hilsen til allra

Lag dagsins: 23 – Blonde Redhead